Tjónamat
Við vinnum allt tjónamat samkvæmt Cabas-tjónamatskerfi sem er viðurkennt af öllum tryggingarfélögum á Íslandi.
Tjónamatskerfi þetta gerir okkur kleift að meta tjón á nákvæman hátt á stuttum tíma, þannig að mikill tími sparast í viðgerðarferli bifreiða frá því sem áður var.


Rétting
Verkstæðið hefur hlotið vottun Bílgreinasambandsins sem vottað réttingaverkstæði. Það er okkar markmið að bifreiðin þín verði jafn góð og áður þrátt fyrir að hafa orðið fyrir óhappi.
Til þess að svo geti orðið notum við áratuga langa þekkingu okkar, viðurkennd verfæri og bestu fáanleg efni til verksins.


Málning
Hjá okkur eru aðeins notuð glasurit bílalökk, hágæða Omia sprautuklefi og allt unnið af fagmönnum.


Verkstæðið er viðurkennt af Tryggingarfélögum, Umferðarstofu og Bílgreinasambandinu.